You are here

Íslensk ferðaþjónusta og Internetið

Gömul grein en ég set hana samt hérna inn, hún stendur en fyrir sínu.

Ég hlustaði nýlegaá Ernu Hauksdóttur, framkvæmdarstjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, í fréttaviðtali í Ríkisútvarpinu þar sem hún lýsti áhyggjum sýnum yfir gengisþróun og hinu að nú þyrftu aðilar ferðageirans að sýna verðskrár fyrir næsta ár.Sökum áðurnefndrar gengisþróunar væri mikil hætta á að ferðamönnummyndi fækkaá næsta ári. Ennfremurtók hún fram aðvegna aukins sætaframboðs til Íslands væri möguleiki á að henniskjátlaðist og það myndi vega upp á móti þessari þróun á gengi íslensku krónunnar.

Erna lauk viðtalinu með þeim orðum að nú væri lag að spýta í lófana og herða á markaðssetningarmaskínunni og þar liggur hundurinn grafinn. Ég veit reyndar eitt sem líklegast fæstir lesendur vita að Erna og hennar góða fólk hjá SAF hafa sett saman ráðgjafar- og þekkingarhóp fyrir samtökin, nokkurskonar hugmyndabanka þar sem SAF getur sótt ráðleggingar um markaðssetningu á Netinu fyrir sig og félagsmenn sína, til framdráttar ferðaþjónustunniá Íslandi.

Málið er nefnilega að stjórnendur SAF gera sér grein fyrir því hvað Internetið skiptir miklu máli og átta sig jafnframt á þeirri staðreynd að þeir vita næsta lítið um þennan miðil sem markaðstól og þurfa því góða sérfræðiráðgjöf.

Í dag eru yfir 8.000.000.000 vefsíður skráðar inn á Google, stærstu og vinsælustu leitarvél í heimi, og í hverjum mánuði eru skráðar inn hundruð þúsundir síðna af aðilum sem allir hafa þá ósk heitasta að finnast á undan öllum hinum.

Það er mjög algengur misskilningur að það eitt að opna vef tryggi árangur. Þegar vefurinn sé kominn í loftið þá sé þetta bara komið og nú streymi peningarnir í kassann. Þannig er það ekki og raunin ersú að yfir 95% vefja eru hreinlega ekki tilbúnir fyrir leitarvélarnar og eiga því aldrei möguleika í harðri samkeppni Internetsins um olnbogarými.

Ísland á að geta náð algjörri sérstöðu hvað varðar sjáanleika á Internetinu og við eigum að geta rúllað upp andstæðingum í allri samkeppni þar. Þar spilar smæð landsins stórt hlutverk, hversu skjótt við getum brugðist við sökum stuttra boðleiða og því hversu auðvelt er að nálgast þá sem eru að sækja á netmiðin.

Í júlí 2005 voru yfir 1.000.000 leitir gerðar með leitarorðunum “family vacation” á leitarvélum Internetsins ogí Stóra Bretlandi var leitað hartnær 600.000 sinnum eftir “luxury holidays”á leitarvélum byggðum á Yahoo. Ísland komi hvergi upp. Annað dæmisem stendur okkur kannski enn nær er”adventure vacation.”Eftir þessu var leitað nær 200.000 sinnum og líkt og í fyrri dæmum kom Ísland hvergi upp.Svonamættilengitelja, ekkert fyrirtæki eða stofnun frá Íslandi var að keppa um hylli þessara aðila og við því hvergi sjáanlegmeð alla okkar þjónustu og vilja til góðra verka.

Samkvæmt nýlegum könnunum Global Market Insite (GMI), sem World Travel Organization birti, bóka 22% Breta allar ferðir sínar á Netinu og í flestum löndum heimsins ræður Netið ákvörðunum hjá meira en 60% einstaklinga þegar spurt er hvaða þáttur ráði mestu þegar ákvörðun um ferðalöger tekin.Þvert gegn því sem halda mætti eruferðavefireins og Expedia og Travelocity ekki ráðandi þegar bókanir í gegnum Netið er annarsvegar, heldur svæðabundnir miðlar. Þetta á sérstaklega við um Evrópu.

Tökum aðeins heimsmarkað Netsins saman í tölum.Allt eru þetta tilvitnanir í kannanir gerðar af virtum fyrirtækjum eins og Nilsen/NetRatings, GMI, HitWise og eMarketer svo eitthvað sé nefnt.

Nýlegar kannanir sýna að æ fleiri snúa sér til Internetsins í leit sinni af áfangastöðum eða yfir 60%. Samkvæmt nýlegri könnun Barclaycard Business nota 28% af viðskiptavinum þeirra Internetið til að bóka allar ferðir, þar er flug með hæsta hlutafallið eða 77%. Þetta er 11% hækkun frá 2003 og gisting er með 73%.

Bílaleigan Hertz reiknar með því að bókanir í gegnum Internetið verði orðnar 40% af heildarbókunum fyrirtækisins um 2008.

Á síðasta ári ákváðu tæplega 4.000.000 Bandríkjamanna að nota Internetið til að ákveða hvert átti að ferðast þegar bókað var með skemmri fyrirvara en einni viku.

Líklega notuðu þeir leitarfrasa eins og”family vacation”,”vacation package”,”honeymoon vacation”, “ski vacation”, “adventure vacation” eða “golf vacation” svo eitthvað sé nefnt.

Samtals voru “vacation” tengdar leitir yfir 2.000.000 leitir í einum leitargrunni í júlí sl. og það má leiða að því sterkar líkur að í heildina, miðað við markaðshlutdeild þessara leitarvéla, séu leitireftiráðurnefndum frösum um 4.000.000 í hverjum mánuði. Og hvar er Ísland? Hvergi.

Með þessu stutta innleggi get ég fullyrt að við erum langt frá því að gera nóg og að með réttri aðferðafræði, nýtingu á stuttum boðleiðum og útrásarkrafti landans, getur Ísland náð sterkri stöðu undir þessum leitarfrösum og öðrum. Ísland kemur til dæmis hvergi við sögu þegar leitarorðið “Vacation” er notað en eftir því er leitað meira en 5.000.000 sinnum í hverjum mánuði.

Við getum fellt heilu skógana til að gefa út allskyns rit og bæklinga og flogið fram og aftur um allan heiminn til að rápa um risastór sýningarsvæði. Árangurinn af slíku starfi mun aldrei ná nema broti af því sem Netið getur fært okkur með réttu átaki. Um leið og við finnum vaxandi mátt internetsins og nýtum okkur krafta þess, náum við firnasterkri stöðu í alþjóðasamkeppni þar sem stærðin skiptir ekki máli, heldur þekkingin.

Kristján Már Hauksson.
Internet Markaðsfræðingur

Tölur yfir fjölda leita eru fengnar frá Overture Invetory
Tölfræðilegar upplýsingar eru fengnar í gegnum vef WTO og NUA

Be Sociable, Share!
Optimize Your Web
Kristjan Mar Hauksson is the founder and director of search and online communications at Nordic eMarketing. The company specializes in multilingual online communications, organic search engine optimization, and marketing through several verticals such as tourism, finance, government, and pharmaceuticals. It helps companies gain international visibility online and to use the Internet as a communication channel; it also provides consultation in web content management systems and analytics solutions. Hauksson is on the board of directors of SEMPO, on the Advisory board for Bing Advertising and founded the Iceland SEO/SEM forum. He has been involved in developing Internet solutions since 1996, and involved in search engine optimization and marketing since 1997. He is a publish author on the topic of Internet Marketing and among other co-authored the acclaimed Global Search Engine Marketing.
http://www.nordicemarketing.com
Top